Upp á Skaga

Upp á Skaga

Í síðustu viku hélt Akranes upp á 80 ára afmæli sitt sem kaupstaður. En í bænum sem liggur á Skipaskaga við norður og vestur við muna Hvalfjarðar, búa nú rétt um 8.000 íbúar. Eftir að Hvalfjarðargöngin komu árið 1998, styttist leiðin til Reykjavíkur um meira en helming, en það eru aðeins 50 km / 30 mi milli bæjanna í gegnum göngin. Akranes, hefur lengi verið þekkt fyrir knattspyrnu, en lið bæjarins ÍA, er eitt sigursælasta fótboltalið Íslands, orðið Íslandsmeistarar 18 sinnum og níu sinnum Bikarmeistarar. Margir af bestu og þekktustu knattspyrnumönnum landsins eru frá eða ættaðir frá Akranesi. Sjávarútvegur er enn mikilvægasta atvinnugreinin í bænum, auk þjónustu og síðan vinna í stóru verksmiðjunum á Grundartanga, innar í Hvalfirði fjölmargir Akurnesingar.  

Heimamaður í útivistargöngu, stendur á Merkjaklöpp á Langasandi og horfir vestur yfir bæinn.
Í Byggðasafninu í Görðum er saga byggðar, atvinnu og mannlífs sunnan Skarðsheiðar og norðan Esjunnar gerð góð skil. Á myndinni má sjá eina kútter landsins sem er til, Kútter Sigurfara, sem þarf reyndar að fá smá aðhlynningu.

Akranes 01/02/2022  10:34 & 11:02 – A7R IV : FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson