Gosið í Holuhrauni 2014, er milli Öskju og Bárðarbungu, tveggja mjög stórra eldstöðva sem auðvitað geta gosið hvenær sem er.

Vá! Það er eitthvað að gerast

Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem fylgist með jarðhræringum og eldgosum, vekur athygli á Twitter á skjálftavirkni vestur af Snæfellsjökli. Þar segir hún að menn muni ekki til þess að jarðhræringar hafi verið á þessum slóðum áður. Snæfellsjökull er formfögur eldkeila, og lang umfangsmesta virka megineldstöðin á Snæfellsnesgosbeltinu. Frá því að ísaldarjökullinn hopaði frá landinu fyrir tíu þúsund árum, hafa orðið þrjú stór gos í jöklinum, það síðasta fyrir 1800 árum. Ennfremur segir Kristín Jónsdóttir að þótt Veðurstofan fylgist grannt með jarðskjálftum og kvikuhreyfingum á Reykjanesskaga, sé áríðandi að missa ekki sjónar á öðrum hreyfingum í jarðskorpunni í og við Ísland. En mjög stór skjálfti uppá 4,7 var einmitt fyrir fjórum dögum austast á Reykjanesi, við Lambafell, sem er rétt við Hringveg 1, ekki langt frá Hellisheiðarvirkjun og veginum um Þrengsli, til Þorlákshafnar. Í gær mældust hvorki meira né minna en 740 jarðskjálftar á Reykjanesskaga á mælitækjum Veðurstofunnar. Svo það er eitthvað að gerast þar, gos, líklega… hvenær? Það getur engin sagt með vissu.

 

Kvöldbirta gyllir Snæfellsjökul… er hann komin á tíma, hver veit.
Það eru bara nokkur hundruð metrar frá íbúðabyggð í Norðlingaholti, Reykjavík til að skoða Rauðhóla sem mynduðust í gosi fyrir rúmum 5000 árum, sem er ekkert í jarðsögulegum tíma. Hvernaær gýs í eða við Reykjavík, næst?

 

Reykjavík 18/05/2021 10/09/2014 19/08/2020 08:22 – 20:48 – 19:08 : A7R IV – RX1R II  : FE 1.8/20mm G – 2.0/35mm Z – FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0