Vá! Það er eitthvað að gerast

Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem fylgist með jarðhræringum og eldgosum, vekur athygli á Twitter á skjálftavirkni vestur af Snæfellsjökli. Þar segir hún að menn muni ekki til þess að jarðhræringar hafi verið á þessum slóðum áður. Snæfellsjökull er formfögur eldkeila, og lang umfangsmesta virka megineldstöðin á Snæfellsnesgosbeltinu. Frá því að ísaldarjökullinn hopaði frá landinu fyrir tíu þúsund árum, hafa orðið þrjú stór gos í jöklinum, það síðasta fyrir 1800 árum. Ennfremur segir Kristín Jónsdóttir að þótt Veðurstofan fylgist grannt með jarðskjálftum og kvikuhreyfingum á Reykjanesskaga, sé áríðandi að missa ekki sjónar á öðrum hreyfingum í jarðskorpunni í og við Ísland. En mjög stór skjálfti uppá 4,7 var einmitt fyrir fjórum dögum austast á Reykjanesi, við Lambafell, sem er rétt við Hringveg 1, ekki langt frá Hellisheiðarvirkjun og veginum um Þrengsli, til Þorlákshafnar. Í gær mældust hvorki meira né minna en 740 jarðskjálftar á Reykjanesskaga á mælitækjum Veðurstofunnar. Svo það er eitthvað að gerast þar, gos, líklega… hvenær? Það getur engin sagt með vissu.

 

Kvöldbirta gyllir Snæfellsjökul… er hann komin á tíma, hver veit.

Gosið í Holuhrauni 2014, er milli Öskju og Bárðarbungu, tveggja mjög stórra eldstöðva sem auðvitað geta gosið hvenær sem er.

Það eru bara nokkur hundruð metrar frá íbúðabyggð í Norðlingaholti, Reykjavík til að skoða Rauðhóla sem mynduðust í gosi fyrir rúmum 5000 árum, sem er ekkert í jarðsögulegum tíma. Hvernaær gýs í eða við Reykjavík, næst?

 

Reykjavík 18/05/2021 10/09/2014 19/08/2020 08:22 – 20:48 – 19:08 : A7R IV – RX1R II  : FE 1.8/20mm G – 2.0/35mm Z – FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson