Vatnsberinn, þessi 2 metra há stytta Ásmundar Sveinssonar var gerð í Kaupmannahöfn árið 1937

Vatnsberi Ásmundar

Við gatnamót Lækjargötu og Bankastrætis í hjarta Reykjavíkur stendur Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson. Þegar Reykjavíkurborg kaupir styttuna árið 1948, átti styttan að standa þar sem hún er núna. Hlutust af miklar deilur, mörgum smáborgurum höfuðstaðarins fannst styttan forljót, og ekkert varð af því að styttan færi upp. Árið 1967, er hún steypt í brons og komið fyrir í Littluhlíð í Öskjuhlíð, fjarri allri umferð, styttan var einfaldlega falin. Það var ekki fyrr en fyrir tíu árum, 2011 sem styttan er flutt á núverandi stað, að tillögu Listasafns Reykjavíkur. Þarna á gatnamótunum stóð einmitt síðasti brunnur Reykjavíkur. Höggmyndarinn Ásmundur Sveinsson (1893-1982) var einn af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar. Í byrjun ferilsins mættu verk hans iðulega andstöðu, með tímanum hefur hann fest sig í sessi sem einn stærsti og ástsælasti listamaður þjóðarinnar.

 

Reykjavík  29/09/2021 07:47 – A7R IV : FE 1.2/50 GM

Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson