Hæsti bær á Íslandi, Möðrudalur á fjöllum. jafn langt frá Reykjavík og bein lína til Skotlands, ef maður fer suðurfyrir

Vegalengdir

Frá Reykjavík norður til Varmahlíðar í Skagafirði eftir Hringvegi 1, er jafn langt og frá Vestfjörðum til Grænlands, 290 km. Til Færeyja frá Stokknesi í Hornafirði eru 430 km, örlítið lengra en áfram frá Varmahlíð og að Goðafossi, eða suðurleiðina í Suðursveit, rétt vestan við Höfn í Hornafirði. Til Skotlands í beinni línu eru 810 km, tuttugu kílómetrum styttra en að fara til Vopnafjarðar, suðurleiðina. Til Noregs eru 980 km, sem er fjarlægðin eftir Hringvegi 1 milli Reykjavíkur og Akureyrar ef maður keyrir í gegnum Kirkjubæjarklaustur frekar en Blönduós. Til Kanada í beinni línu frá Íslandi eru 1660 km, rúmlega hringvegurinn. Lengsta fjarlægð milli höfuðborga en frá Wellington höfuðborg Nýja Sjálands og til Reykjavíkur, en vegalengdin milli þeirra eru 17.125 kílómetrar. Það er ansi langt. Meira að segja miklu miklu lengra en norður á Raufarhöfn á Melrakkasléttu frá höfuðborginni. 

Hoppað út í Eyvindará á Egilsstöðum, þá er maður hálfnaður hringinn
Stóri-Dímon og Eyjafjallajökull
Vegur við Laka… frá Reykjavík komin til alla leið Grænlands
Í Hvítá… hvað tæki þau langan tíma að róa til Grænlands?

Ísland 29/01/2024 – A7RIII, A7R IV : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM, FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson