Það eru fáir staðir sem eru eins langt frá Reykjavík og Bakkafjörður, eða 700 km / 400 mi. Á sumrin er þetta tíu tíma ferðalag í bíl, að vetri má bæta við tveimur, þremur tímum eftir færð. En það er þess virði að leggja leið sína þagað á norðausturhornið. Þótt Bakkafjörður með sína eitt hundrað íbúa, hefur hvorki gististað, veitingastað eða verslun. En lágstemmda kyrrð og fegurð sem er einstök, í firði sem liggur fyrir sunnan Langanes. Bakkafjörður er Ísland eins og það var. Næsta verslun, gististaður er í 30 km fjarlægð, á Vopnafirði til suðurs, og í 40 km fjarlægð norður á Þórshöfn á Langanesi, en Bakkafjörður er hluti af Langanesbyggð. Atvinnuvegirnir við fjörðinn eru útgerð, fiskvinnsla og sauðfjárbúskapur. Í Bakkafirði eru nokkrar af betri laxveiðiám landsins.






Bakkafjörður 07/01/2025 : A7R III, A99 II, RX1R II – FE 1.8/135mm, FE 1.4/50mm Z, FE 2.8/90mm G, 2.0/35mm Z – Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson