Vættatal / Panthæon er stórgóð samsýning tvíburanna Arngríms og Matthíasar Rúnars Sigurðarsona (f:1988) þar sem Arngrímur sýnir ný málverk og Matthías höggmyndir. Þótt verkin séu ólík, eru þau lík, því í hverju þeirra kemur fram vættur, ímynduð vera. Verur sem eru eru skapaðar með hæglátri stroku pensils eða háværu hljóði fræsistannarinnar. Sýningin er í Ásmundarsal við Freyjugötu, en Ásmundur Sveinsson myndhöggvari reisti húsið, í Bauhausstíl árið 1933. Húsið hefur spilað stórt hlutverk í lista- og menningarsögu Íslands, í nærri heila öld. Hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson eiga og reka húsið, sem eru ekki bara menningarhús, þarna er líka kaffihús.
Reykjavík : 1-2/10/2022 :A7C, RX1R II, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.4/85mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson