Verur & vættir

Vættatal / Panthæon er stórgóð samsýning tvíburanna Arngríms og Matthíasar Rúnars Sigurðarsona (f:1988) þar sem Arngrímur sýnir ný málverk og Matthías höggmyndir. Þótt verkin séu ólík, eru þau lík, því í hverju þeirra kemur fram vættur, ímynduð vera.  Verur sem eru eru skapaðar með hæglátri stroku pensils eða háværu hljóði fræsistannarinnar. Sýningin er í Ásmundarsal við Freyjugötu, en Ásmundur Sveinsson myndhöggvari reisti húsið, í Bauhausstíl árið 1933. Húsið hefur spilað stórt hlutverk í lista- og menningarsögu Íslands, í nærri heila öld. Hjónin Aðalheiður Magnúsdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson eiga og reka húsið, sem eru ekki bara menningarhús, þarna er líka kaffihús. 

Ásmundarsalur, verk eftir Matthías fyrir framan safnið úr gabbró frá Stokknesi  í Hornafirði

Frá sýningunni Vættatal / Panthæon í Ásmundarsal

Frá sýningunni Vættatal / Panthæon í Ásmundarsal

Frá sýningunni Vættatal / Panthæon í Ásmundarsal

Þeir bræður; Matthías Rúnar til vinstri, Arngrímur hægramegin

Reykjavík : 1-2/10/2022  :A7C, RX1R II, A7R IV – FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mm Z, FE 1.4/85mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson