Rauðisandur, er byggð vestast í Vestur- Barðastrandarsýslu, og liggur milli Skorarfjalls og Látrabjargs sem má sjá á myndinni í fjarska. Sveitin sem þótti með þeim bestu á landinu frá landnámi og fram á síðustu öld, hún þótti bæði grösug og veðursæld mikil. Höfuðból sveitarinnar Saurbær var höfðingjasetur um aldir. Mikið er um sel á Rauðasandi, en sandurinn fær þennan bjarta lit af skeljum af hörpudiski. En Breiðafjörðurinn, sem Rauðisandur liggur að, var framundir 1990 aðal hörpuskels veiðisvæði Íslands, þangað til stofnin hrundi í lok síðustu aldar vegna ofveiði.
Vestur- Barðastrandasýsla 26/07/2019 12:44 – A7R III : FE 2.8/90 G
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson