Ferðamenn á Rauðasandi, Látrabjarg í fjarska. Umhverfisstofnun stefnir að því að friðlýsa bæði Rauðasandinn og Látrabjarg í áföngum.

Vestast í heimsálfunni

Rauðisandur, er byggð vestast í Vestur- Barðastrandarsýslu, og liggur milli Skorarfjalls og Látrabjargs sem má sjá á myndinni í fjarska. Sveitin sem þótti með þeim bestu á landinu frá landnámi og fram á síðustu öld, hún þótti bæði grösug og veðursæld mikil. Höfuðból sveitarinnar Saurbær var höfðingjasetur um aldir. Mikið er um sel á Rauðasandi, en sandurinn fær þennan bjarta lit af skeljum af hörpudiski. En Breiðafjörðurinn, sem Rauðisandur liggur að, var framundir 1990 aðal hörpuskels veiðisvæði Íslands, þangað til stofnin hrundi í lok síðustu aldar vegna ofveiði.

Vestur- Barðastrandasýsla  26/07/2019 12:44 – A7R III : FE 2.8/90 G
Ljósmynd og texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0