Vestast í Kópavogi

Vestast í Kópavogi

Kársnes, eða vesturbærinn í Kópavogi er nes sem gengur út í Skerjafjörð milli voganna Kópavogs í suðri, hinu megin er Garðabær, og Fossvogs í norðri. Reykjavík er handan vogsins. Kársnesið er fyrsta hverfið sem byggðist upp í þessum næst fjölmennasta bæ landsins. Og þar er allt til alls. Kirkja, tvær sundlaugar, listasafn, bókasafn og tónlistarhús, auk fallegrar blandaðrar byggðar frá upphafsárum bæjarins og til dagsins í dag. Þar er líka tvær hafnir, þær einu í bæjarfélaginu, og Skerjafirði. Icelandic Times / Land & Saga leit við á Kársnesinu í tíu stiga frosti, en fallegu veðri.

Bátar á byggingar við Kópavogshöfn
Það voru margir að fá sér sundsprett, eða slaka á þrátt fyrir -10°C frost
Sundlaug Kópavogs var fyrst tekin í notkun 1967, og hefur verið stækkuð tvisvar 1991 og 2008.
Kópavogskirkja á Borgarholti var byggð á árunum 1958 – 1962 er elsta kirkja Kópavogs. Arkitektar voru Hörður Bjarnason og Ragnar Emilsson
Bátar á byggingar við Kópavogshöfn

 

 

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

14/01/2022 : A7C, A7R III : FE 1.8/20mm G, FE 1.8/135mm GM