Akrafjalla
Akrafjall - Friðjófur Helgason

Vesturland

Vesturland er ákjósanlegur og spennandi áfangastaður sem býr yfir fjölbreyttri náttúru og menningu ásamt því að vera aðgengilegt allt árið um kring. Hentug fjarlægð þess frá höfuðborginni er mikill kostur, auðvelt er að fara í dagsferðir frá höfuðborginni en möguleikarnir eru einnig fjölbreyttir þegar kemur að gististöðum og afþreyingu og auðveldlega er hægt að dvelja dögum saman á Vesturlandinu og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Segja má að Vesturlandið búi yfir öllum þeim helstu aðdráttaröflum sem finna má á Íslandi en þar má finna heita hveri, hraunbreiður, eldgíga, jökla, tignarleg fjöll, fossa, ríkt gróður- og fuglalíf og svo mætti lengi telja.

Vesturland er auðugt af sögu og eru sögufrægir staðir sjaldan langt undan þegar ferðast er um landshlutann. Ófáir landnámsmenn námu land við Vesturland og hafa þeir skilið eftir sig bæði minjar og skemmtilegar sögur sem má njóta á fjölbreytilegan hátt, hvort sem er hjá íbúum, leiðsögumönnum eða einfaldlega í gegnum gamlar minjar.

Vesturlandið býr yfir nokkrum af helstu náttúruperlum landsins, má þar nefna t.d. Hraunfossa, Kirkjufell, Deildartunguhver, Snæfellsjökul, Klofning og Glym að ógleymdri stórbrotinni náttúrufegurðinni í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Listinn er ótæmandi en allir ættu að finna upplifun við sitt hæfi á svæðinu. Mikil þróun og uppbygging hefur átt sér stað á Vesturlandi á undanförnum árum, stór og smá fyrirtæki hafa verið að rísa gistimöguleikar af öllum gerðum að verða til og afþreyingin alltaf að verða fjölbreyttari. Tækifærin sem aukinn straumur ferðamanna hefur skapað hafa verið gripin og dafnar ferðamennskan sem aldrei fyrr í þessum fallega landshluta.

Gatklettur arnarstapi

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0