Hraunfossar á Hvítársíðu renna úr Skógarhrauni í Hvítá í ausandi rigningu, sem skerpir enn meira græna litinn, sem gefur myndinni meiri dýpt

Vesturlandsins birta

Spáin í gær var vond. Rok og rigning, þá getur verið gott að ljósmynda. Ferðaþjónustuaðilar utan höfuðborgarsvæðisins og suðurlands hafa verið að kvarta yfir markaðssetningu opinberra aðila á Íslandi. Allt púður hefur undanfarin ár farið fyrst og fremst að kynna þessa staði auk Reykjanes, allt staði sem eru nálægt höfuðborginni. Það er Vesturlandsins birta líka. Í fjórðungnum eru margir staðir sem vert er að heimsækja, eins og Snæfellsnesið, Dalasýsluna og Borgarfjarðarhérað sem býður ekki bara upp á náttúru, en þar eru líkar merkir menningar- og sögustaðir eins og Reykholt í Reykholtsdal, og stríðsminjarnar í Hvalfirði. Á vesturlandi eru ekki bara flestar eyjur landsins, heldur líka einsakar fjörur við Hvammsfjörð, mjög formfagurt eldfjall með jökulhettu, Snæfellsjökull vestast á Snæfellsnesi, og tveir vitar hlið við hlið á Akranesi. Icelandic Times, Land & Saga brá sér vestur í vondu veðurspánni, að fanga birtu vesturlands.

Birtan bregður á leik á Hestfjall í Andakíl.
Horft vestur Hvammsfjörð, Snæfellsnes til vinstri, Skorravíkurmúli á Fellsströnd til hægri
Kvöldsólin lýsir upp Stóröxl í Hvalfirði

Vesturland 07/08/2022 : A7R III, A7R IV : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0