Vesturlandsins birta

Spáin í gær var vond. Rok og rigning, þá getur verið gott að ljósmynda. Ferðaþjónustuaðilar utan höfuðborgarsvæðisins og suðurlands hafa verið að kvarta yfir markaðssetningu opinberra aðila á Íslandi. Allt púður hefur undanfarin ár farið fyrst og fremst að kynna þessa staði auk Reykjanes, allt staði sem eru nálægt höfuðborginni. Það er Vesturlandsins birta líka. Í fjórðungnum eru margir staðir sem vert er að heimsækja, eins og Snæfellsnesið, Dalasýsluna og Borgarfjarðarhérað sem býður ekki bara upp á náttúru, en þar eru líkar merkir menningar- og sögustaðir eins og Reykholt í Reykholtsdal, og stríðsminjarnar í Hvalfirði. Á vesturlandi eru ekki bara flestar eyjur landsins, heldur líka einsakar fjörur við Hvammsfjörð, mjög formfagurt eldfjall með jökulhettu, Snæfellsjökull vestast á Snæfellsnesi, og tveir vitar hlið við hlið á Akranesi. Icelandic Times, Land & Saga brá sér vestur í vondu veðurspánni, að fanga birtu vesturlands.

Birtan bregður á leik á Hestfjall í Andakíl. 

Horft vestur Hvammsfjörð, Snæfellsnes til vinstri, Skorravíkurmúli á Fellsströnd til hægri

Hraunfossar á Hvítársíðu renna úr Skógarhrauni í Hvítá í ausandi rigningu, sem skerpir enn meira græna litinn, sem gefur myndinni meiri dýpt

Kvöldsólin lýsir upp Stóröxl í Hvalfirði

Vesturland 07/08/2022 : A7R III, A7R IV : FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/135mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson