Hvert á maður að fara um há vetur á Íslandi, til að upplifa mikin snjó, myrkur, norðurljós, kulda og menningu, hlýtt fólk og frábærar skíðabrekkur? Það er bara einn staður sem kemur til greina. Siglufjörður. Bær, sem var fyrir 70 árum fimmti stærsti bærinn í lýðveldinu, nú búa þar um 1500 manns í sátt og samlyndi við fjöllinn, fjörðin og náttúruna. Siglufjörður varð stór, um miðja síðustu öld, varð síldarhöfuðborg heimsins, fjórðungur af öllum útflutningi Íslands um tíma kom frá þessum kaupstað nyrst á miðju norðurlandi. Þar í þessum litla en stóra bæ, eru góð hótel, góðir veitingastaðir, frábær heimsklassa söfn, og fjöll sem eru engum lík.
Siglufjörður 2019-2021 – A7R III & A7R IV : FE 1.8/135mm GM & FE 2.8/90mm G
einarLjósmyndir og texti : Páll Stefánsson