Við Elliðavatn

Við Elliðavatn

Í mörg ár hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur haldið jólamarkað við Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk, í útjaðri Reykjavíkur. Heimsókn á markaðinn sem er opinn allar aðventuhelgar hefur fest sig í sessi sem jólahefð hjá mörgum borgarbúum. Þarna kaupa þeir sér jólatré, eða handverk og list sem er seld á markaðnum. Síðan er út frá Elliðavatnsbænum fjöldinn allur af gönguleiðum um útivistarsvæðið í Heiðmörk. Saga Elliðavatnsbæjarins er bæði áhugaverð og samofin sögu Reykjavíkurborgar. Fyrst er getið um jörðina 1234, en þá er jörðin að hálfu í eigu Viðeyjarklausturs. Við siðaskiptin eignast Dana konungur jörðina, og þegar Innréttingarnar eru stofnaðar í Reykjavík, sem leggur grunnin að bæjar og borgarmyndun höfuðborgarinnar, er árið 1756 stofnað fjárræktarbú á Elliðavatni til að bæta þá ull sem yrði tekin til vinnslu, með kynbótum. Sæsnkur barón, Friedrich Wilhelm Hastfer (1722-1768) eða hrútabaróninn á Íslandi eins og hann var kallaður var fengin til verksins af Friðrik 5. Danakonungi. Þjóðskáldið Einar Benediktsson fæddist á bænum árið 1864, en þá bjó og átti jörðina faðir hans, Benedikt Sveinsson alþingismaður og yfirdómari í Landsyfirrétti. Reykjavíkurborg kaupir jörðina upp úr 1920, þá er verið að rafvæða höfuðborgina með virkjun í Elliðaá, sem rennur úr vatninu. 

 

Marg merkilegt ber fyrir augu gesta á Jólamarkaðnum.
Jólastemning við Elliðavatn.
Verslun á jólamarkaðinum er bæði inni og út undir beru lofti.
Nýtt jólatré bundið á bílinn, áður en lagt er á stað heimleiðis.

 

Jólatré skoðuð, valin og síðan keypt.

 

Reykjavík 19/12/2021 12:00/13:00 – A7R III : FE 1.4/24mm GM

 

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0