Innbærinn Akureyri í október

Við Eyjafjörð

Fyrir miðju Norðurlandi, er Eyjafjörður einn lengsti fjörður landsins, 60 km langur. Það er ekki bara fallegt og búsældarlegt í og við Eyjafjörð, þarna búa um 30 þúsund manns, sem gerir svæðið það næst fjölmennasta á landinu eftir höfuðborgarsvæðinu. Akureyri í botni Eyjafjarðar, er höfuðstaður norðurlands, háskóla, iðnaðar og verslunarbær. Þar er líka mikil ferðaþjónusta, en eitt besta skíðasvæði landsins er í Hlíðarfjalli upp af bænum. Á sumrin er Akureyri einn helsti viðkomustaður skemmtiferðaskipa, enda stutt í náttúruperlur eins og Mývatn, Detti- og Goðafoss, eða hvalaskoðun á Húsavík. Í Eyjafirði er ein byggð eyja, Hrísey sem tilheyrir Akureyri, aðrir bæir við Eyjafjörð, eru Ólafsfjörður, Dalvík, Hauganes og Árskógssandur við vestanverðan fjörðinn, og Svalbarðseyri og Grenivík við fjörðin austanverðan. Hér koma svipmyndir frá Eyjafirði, myndir sem eru teknar á öllum árstíðum, því það er fallegt í Eyjafirði allan ársins hring.

Menningarhúsið Hof á Akureyri, sumarnótt
Ystibær, Hrísey, horft yfir til Dalvíkur og Svarfaðardals
Horft yfir Eyjafjörð í átt að Svarfaðardal
Laufás við Eyjafjörð
Vetrarkvöld Akureyri
Horft norður Eyjafjörð, Hrísey í miðjum firðinum, með miðnætursólina í norðvestriak

Eyjafjörður 11/03/2024 : A7R III, RX1R II : FE 1.2/50 GM, FE 2.8/90mm G, FE 1.8/135mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0