Við horfum í austur – Icelandic Times á nýjum slóðum

Edda SnorradottirÍsland er í tísku, um það er engum blöðum að fletta. Hvaða meðal-Íslendingur sem er þarf ekki nema taka sér stuttan spássitúr niður Laugaveginn svo að honum læðist sá grunur að allir vegir liggi til Íslands. Um þá gríðarlegu aukningu sem orðið hefur í komu ferðamanna til landsins þarf ekki að fjölyrða og það liggur í hlutarins eðli að sú aukning felur í sér að flóran verður sífellt fjölbreyttari – og þá um leið krafan um viðeigandi þjónustu.

Ferðaritið Icelandic Times hefur á síðustu árum vaxið umtalsvert í takt við þessar breytingar og er nú gefið út á þremur tungumálum; ensku, frönsku og þýsku. Enska ritið kemur út fimm sinnum á ári en áherslur innan ferðaþjónustunnar eru talsvert breytilegar eftir árstíðum og er blaðinu ætlað að mæta ólíkum þörfum þeim tengdum. Þýsku og frönsku útgáfurnar eru enn sem komið er heils árs blöð sem gefin eru út í byrjun sumars. Nú í haust stendur svo til að stækka útgáfuna enn frekar og gefa út blað sérstaklega ætlað kínverskum ferðamönnum – og því auðvitað á kínversku!

000-Cover-ch_4000-Cover-ch_3000-Cover-ch_2000-Cover-ch_1Stór markaður, spennandi möguleikar 

Aðspurð að því hvers vegna hafi verið ákveðið að leggjast í slíka útgáfu, svarar Edda Snorradóttir, verkefnastjóri Icelandic Times, því til að kínverski markaðurinn sé einfaldlega afar spennandi, ekki síst sökum stærðar og þeirra möguleika sem í honum felist. „Það er fyrirséð að ferðalög Kínverja erlendis munu halda áfram að aukast og við viljum að sjálfsögðu að Ísland tryggi sér sess í hugum kínverskra ferðalanga sem spennandi valmöguleiki. Í Kína er unnið ötullega að íslenskri landkynningu og við þurfum að leggja okkur fram við að bjóða þá ferðamenn velkomna sem sækja okkur heim. Hluti af því felst í að veita þeim upplýsingar á þeirra eigin tungumáli um staðhætti og þá þjónustu sem hér er í boði og gera þeim þannig hægara um vik að nálgast ýmis konar afþreyingu og upplifun svo heimsóknin verði þeim sem ánægjulegust.“

Tækifæri til að ná til nýs hóps   

Blaðið verður skrifað á mandarin kínversku sem er opinbert mál í Kína og útbreiddasta mállýska landsins. Efni blaðsins verður alfarið unnið hér landi en svo þýtt og staðfært af sérfræðingum og kínverskumælandi starfsfólki Icelandic Times. Edda leggur áherslu á að framtak af þessu tagi reynist gagnlegt fyrir þau fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar sem vilji ná til þessa hóps ferðamanna og hafi jafnvel þegar lagt í það fjármagn og vinnu. Þá sé útgáfan ekki síður áhugaverð fyrir hina sem hafa hug á að taka það skref. Blaðið verður að forminu til svipað þeim sem Icelandic Times er þegar að gefa út þótt hafa verði hugfast að talsverður menningarmunur sé á milli Íslendinga og Kínverja. Því þurfi að huga að ýmsu varðandi framsetningu þannig tryggt sé að skilaboðin komist óbjöguð á leiðarenda. Grunnhugmyndin er þó vitaskuld alltaf sú sama, þ.e. að aðaðstoða þá sem hingað koma og leiða þá inn í menningu okkar, sögu og náttúru. Það er jú það sem þeir eru komnir til að upplifa.

-HÞ

www.icelandictimes.com

Callout: Fyrsta kínverska útgáfa Icelandic Times mun líta dagsins ljós þann 1. október næstkomandi. Dagsetningin er táknræn, enda þjóðhátíðardagur Kínverja.

 

Quote: Við þurfum að leggja okkur fram við að bjóða þá ferðamenn velkomna sem sækja okkur heim. Hluti af því felst í að veita þeim upplýsingar á þeirra eigin tungumáli um staðhætti og þá þjónustu sem hér er í boði svo upplifun af heimsókninni verði þeim sem ánægjulegust.“ – Edda Snorradóttir, verkefnastjóri Icelandic Times.

IT_CN

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0