Norðurslóðir skipta sífellt meira máli, ekki einungis löndin sem liggja að svæðinu heldur einnig fjarlæg lönd eins og til dæmis, Kína sem hefur mótað sér stefnu í málefnum norðurslóða. Bráðnun íss vegna loftslagsbreytinga mun auðvelda skipaflutninga á norðurhveli jarðar og stytta siglingatíma sem þýðir minni kostnað auk þess sem mikil auðævi eru í jörðu víða á norðurslóðum sem margar þjóðir hafa áhuga á að nýta í einhverju magni. Ísinn á norðurslóðum bráðnar hratt vegna hlýnunar af völdum loftslagsbreytinga sem eykur hættuna á að það flæði yfir láglendi. Rannsóknir á svæðinu eru mikilvægar.

Norðurslóðir er heimshlutinn í kringum Norðurheimskautið. Innan norðurslóða eru hlutar af Rússlandi, Alaska (sem tilheyrir Bandaríkjunum), Kanada, Grænland (sem tilheyrir Danmörku), Ísland og norðurhéruð Noregs, Svíþjóðar og Finnlands en stærsti hluti svæðisins er hið ísi lagða Norður-Íshaf.

Ríki utan norðurslóða hafa ekki yfirráð yfir svæðinu en þau hafa hins vegar réttindi varðandi vísindarannsóknir, siglingar, flug yfir svæðið, veiðar, lagningu sæstrengs og leiðslur í hafinu sem og réttindi til rannsókna og nýtingar auðlinda á svæðinu samkvæmt samningum eins og UNCLOS og almennum alþjóðalögum.

Bráðnun íss á norðurslóðum getur haft bæði neikvæðar og jákvæðar afleiðingar. Bráðnunin hefur leitt til breytinga á náttúrulegu umhverfi svæðisins og getur meðal annars leitt til hraðari hlýnunar jarðar, hækkandi sjávarborðs, aukins veðurofsa, skemmdar á líffræðilegum fjölbreytileika og annarra vandamála á heimsvísu. Hins vegar geta breyttar aðstæður á norðurslóðum vegna bráðnunar íss boðið upp á tækifæri varðandi siglingaleiðir á svæðinu og nýtingu náttúruauðlinda.

Norðurslóðastefna Kína

Þótt Kína sé langt frá norðurlóðum telur það sig til „ríkja nálægt norðurslóðum“ og gaf Kína út sína fyrstu norðurslóðastefnu í byrjun árs 2018.

Í inngangi stefnunnar kemur fram að þegar efnahagsleg hnattvæðing og svæðisbundin samþætting þróast og dýpkar öðlist norðurslóðir alþjóðlega þýðingu varðandi frekari stefnumörkun og efnahagsleg gildi sem og þau gildi sem tengjast vísindarannsóknum, umhverfisvernd, siglingaleiðum og náttúruauðlindum. Norðurslóðir skipta nú fleiri máli en þau ríki sem liggja að svæðinu, hagsmuni alþjóðasamfélagsins og þróun og framtíð mannkyns. Norðurslóðir hafa einfaldlega áhrif á alþjóðavettvangi. Hlýnun jarðar ýtir undir bráðnun íss á norðurslóðum sem hefur áhrif víða um heim. Bráðnun íss vegna loftslagsbreytinga mun auðvelda skipaflutninga á norðurhveli jarðar og stytta siglingatíma sem þýðir minni kostnað auk þess sem mikil auðævi eru í jörðu víða á norðurslóðum sem margar þjóðir hafa áhuga á að nýta í einhverju magni. Vísindamenn spá því að um miðja þessa öld eða jafnvel fyrr gæti verið að enginn ís verði í Norður-Íshafinu hluta ársins.

Norðurslóðastefna Kína

Náttúrulegar aðstæður norðurslóða og breytingar á þeim hafa bein áhrif á loftslagið í Kína og vistfræðilegt umhverfi og síðan á efnahagslega hagsmuni þess í landbúnaði, skógrækt, sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum.

Kína tekur náið þátt í málefnum tengdum norðurslóðum, sérstaklega hvað varðar loftslagsbreytingar, umhverfi, vísindarannsóknir, nýtingu siglingaleiða, auðlindaleit, öryggi og stjórnarhætti á heimsvísu.

Kína er með fastafulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og leggur áherslu á að stuðla sameiginlega að friði og öryggi á norðurslóðum. Þá er Kína áheyrnaraðili í Norðurskautsráðinu. Nýting siglingaleiða og könnun og þróun auðlinda á norðurslóðum getur haft mikil áhrif á orkustefnu og efnahagsþróun í Kína sem er mikil viðskiptaþjóð og orkunotandi í heiminum. Reiknað er með að fjármagn Kína, tækni, markaður, þekking og reynsla, muni gegna stóru hlutverki við að stækka net siglingaleiða á norðurslóðum og greiða fyrir efnahagslegum og félagslegum framförum strandríkjanna á svæðinu.

Framtakið Belti og braut

Belti og braut

Með framtakinu „Belti og braut“ freista Kínverjar þess að auka umsvif sín á alþjóðavísu upp á þúsundir milljarða Bandaríkjadala með stórtækum innviðaframkvæmdum en „Belti og braut“ er ætlað að tengja Kína á skilvirkari hátt við umheiminn. Tilgangurinn er að koma á kerfi sem gæti verið mikilvægur rammi fyrir alþjóðasamvinnu og myndi hvetja til sameiginlegrar framþróunar.

Kína kynnti norðurslóðavídd undir „Belti og braut“-framtakinu sumarið 2017.

Kína hefur boðið Íslandi þátttöku í „Belti og braut“ en kínversk stjórnvöld vilja aukið samstarf við Ísland á sviði landbúnaðar og sjávarfangs, fólksflutninga og innviðaframkvæmda.

Kína og Ísland komu á stjórnmálasambandi árið 1971. Ísland var fyrsta evrópska ríkið til að skrifa undir fríverslunarsamning við Kína, en það var árið 2013, og hafa viðskipti landanna aukist síðan þá. Ísland er eina ríkið á norðurslóðum með fríverslunarsamning við Kína og rammasamning um norðurslóðasamstarf. Utanríkisviðskipti Íslands og Kína hafa aukist undanfarin ár en Kína er helsta viðskiptaland Íslands í Asíu og frá aldamótum hefur útflutningur Íslands til Kína rúmlega ellefufaldast og innflutningur frá Kína þrettánfaldast. Sjávarafurðir eru landstærsti hluti útflutnings Íslands til Kína en Íslendingar flytja inn unnar vörur frá Kína svo sem húsgögn, fatnað og skó, vélar og samgöngutæki og framleiðsluvörur svo sem járn, málma og kemísk efni.

Kínverskum ferðamönnum á Íslandi

Kínverskum ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Kínverskir ferðamenn sem komu um Keflavíkurflugvöll á tímabilinu júlí 2018 til júní 2019 voru tæplega 94.000 eða um 4,3% af erlendum ferðamönnum á landinu.

Á Íslandi reka Kínverjar og Íslendingar rannsóknarstöð um norðurljós (CIAO). Rannsóknastöðin, China-Iceland Arctic Observatory (CIAO), á Kárhóli í Reykjadal, er miðstöð fyrir vísindamenn sem rannsaka norðurslóðir í alþjóðlegu samstarfi, s.s. í háloftarannsóknum, rannsóknum á gufuhvolfi og veðurfræði, líf- og vistfræði, haffræði, jöklafræði, jarðfræði, rannsóknum á loftslagsbreytingum og umhverfisrannsóknum, fjarkönnun og sjávarútvegsfræði.

Íslenskir Jöklar