Frekari opnum markaðsins í Kína fyrir sjávarafurðir

Undanfarna mánuði hefur SFS, MAST, utanríkisráðuneytið og sjávarútvegsráðuneytið unnið að fá heilbrigðisvottun kínverska yfirvalda svo að unnt sé flytja á markað í Kína tilteknar fiskafurðir sem eru hluti af fríverslunarsamningi milli ríkjanna. Í lok maí kom hingað til lands fimm manna sendinefnd á vegum kínverska heilbrigðiseftirlitsins og gerði úttekt á fiskvinnslum.

Í lok júní undirrituðu Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Zhi Shuping ráðherra gæðamála í Kína samning þar sem staðfest var að tilteknar fiskafurðir uppfylltu heilbrigðiskröfur kínverskra stjórnvalda. Samningurinn tók gildi við undirritun og er því ekkert því til fyrirstöðu að hefja útflutning á grundvelli hans innan tíðar.

Samningurinn markar þáttaskil þar sem þetta er fyrsti samningurinn á þessu sviði frá því að ríkin gerðu með sér fríverslunarsamning sem tók gildi 1. júlí 2014. Fiskafurðir sem voru fluttar á kínverska markaðinn fyrir 2013 eru samþykktar af kínverskum yfirvöldum.

Að lokum má benda félagsmönnum á að í farvatninu er samskonar samningur fyrir fiskimjöl og lýsi.  Þá hefur verið sótt um heilbrigðisvottun kínverskra yfirvalda fyrir helstu eldisafurðir sem eru í fiskeldi á Ísland. Áhersla var lögð á regnbogasilung og lax en bleikjan er einnig í athugun. Reiknað er með að þessar tegundir fái afgreiðslu hjá kínverskum yfirvöldum á þessu ári eða byrjun næsta árs.

Þeir sem hafa áhuga á frekari upplýsingar tengdum samningum eða viðskiptum við Kína geta haft samband við skrifstofu SFS.