Við sundin blá

Við sundin blá

Auðvitað hef ég komið margoft á strandlengjuna, vestast og nyrst á í miðri höfuðborginni. Og, alltaf eins og núna, kemur svæðið mér á óvart. Á jákvæðan hátt. Laugarnesið með sínum göngu- hjólreiðastígum, söfnum, bryggju, vita og gufuhjólhýsi, er svo öðruvísi. Allt öðruvísi Reykjavík. Og það á jákvæðan hátt. Icelandic Times / Land & Saga fór á stúfana, andaði að sér fersku sjávarlofti, hitti mann og annan og naut þess að taka á móti vorinu, Við sundin blá. Eins og höfuðborgarbúa kalla Kollafjörðinn við Laugarnesið í Reykjavík. 

Vitinn á Skarfabakka við Sundahöfn, Viðey nær, Esja fjær.
Litrík fjargufan á Skarfabakka
Ströndin á Skarfabakka, Engey glóir á Kollafirði

 

Við safn Sigurjóns Ólafssonar, Akrafjall í bakgrunni
Við hlið Listasafns Sigurjóns Ólafssonar er heimili Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndaleikstjóra
Miðbær Reykjavíkur séður úr garði Hrafns Gunnlaugssonar

Reykjavík 10/04/2023 : RX1R II : 2.0/35mm Z         Texti og ljósmyndir: Páll Stefánsson