Samkvæmt nýjustu dna rannsóknum erum við íslendingar 80,5 % norrænir, og 19,5 % írskir, skoskir eða enskir. Landnám Íslands sem stóð í tæp sextíu ár frá 874 til ársins 930 komu 12 prósent landnámsmanna frá Bretlandseyjum, síðan fóru norðmenn í víking á leið hingað, sérstaklega til Írlands, að taka þræla, sem síðan fljótt fengu frelsi og land. Þess vegna er tæpur fimmtungur af okkar erfðaefni frá Bretlandseyjum. í tæp þrjátíu ár, í byrjun júní hefur verið haldin Víkingahátíð á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Þaðan koma víkingar frá öllum heimshornum, jafnvel frá alla leið frá Ástralíu, til að berjast, njóta þess að klæða sig upp, sem víkingur. Hitta mann og annann. Hátíðina sem stendur í þrjá daga og sækja um 25 þúsund manns hátíðina árlega. Enda er frítt inn og alltaf gott veður á Víkingahátíðinni. Icelandic Times / Land & Saga heimsótti hátíðina, barðist ekkert, en tók mynd og mynd, enda ekki á hverjum degi sem maður getur, eða getur ekki farið þúsund aftur í tímann.
Hafnarfjörður 15/06/2024 :A7C R – FE 2.5/40mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson