Ljósvaki í Ásmundarsal

Vísindalist

Það hefur margoft komið fram í þeim hamförum, eldgosum sem nú geisa á Reykjanesi, að vísindi eru list. Sem vísindamaður skapar þú líklega framvindu, kemur með svör, sem standast eða standast ekki, því náttúran fer sínu fram. MAKING SENSE, í Ásmundarsal efst á Skólavörðuholtinu í Reykjavík er samsýning sex ungra listamanna, þeirra Kristjáns Steins Kristjánssonar (IS), Sunnu Svavarsdóttur (IS), Sophiu Bulgakova (UA), Jesus Canuto Iglesias (ES), Þóris Freys Höskuldssonar (IS), og Þórðar Hans Baldurssonar (IS), sem vinna með hugmyndafræði vísindalistar (ArtScience). Öll hafa þau stundað nám í hinum virta skóla, Konunglegu Listaakademíunni í Den Haag í Hollandi. Já list og vísindi eru svo margt. Í Gryfjunni á Ásmundarsal er síðan sýninging Ljósvaki þar sem Kanadíski / Bandaríski listamaðurinn Sean Patrick O’Brien er með ljóslifandi vinnustofu, þar sem hann er að rannsaka eiginleika ljóss. Skemmtilegar og framandi sýningar.

Ásmundarsalur
MAKING SENSE, í Ásmundarsal
MAKING SENSE, í Ásmundarsal
MAKING SENSE, í Ásmundarsal
Frábært útsýnið úr Ásmundarsal, Hallgrímskirkja hinu megin við hornið
Ljósvaki í Ásmundarsal

Reykjavík 17/03/2024 : A7R IV, RX1R II : FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0