Vont veður er… gott veður

Það má segja að fátt kætir ljósmyndara meira en vont veður, það er nefnilega besta veðrið til að mynda. Það verða til spennandi myndir sem eru öðruvísi. Ljósmyndari Icelandic Times, réð sér ekki fyrir kæti þegar byrjaði að snjóa í gærkvöldi, dreif sig út að mynda, líka snemma í morgun. En allar leiðir til og frá höfuðborginni eru nú lokaðar nema til Keflavíkur. Samkvæmt upplýsingu frá Vegagerðinni er ekki búsist við að þjóðvegirnir til og frá höfuðborgarsvæðinu opnist fyrr en í fyrsta lagi eftir sólarhring. Á meðan er bara að njóta veðursins, klæða sig vel, og fara út í rokið og snjókomuna. Auðvitað með myndavél. 

Bílastæðið við Hallveigarstíg.

Þessir ferðamenn frá Kína að taka sjálfur á Reykjavíkurtjörn.

Það er ekki hægt að átta sig á þessu höggmyndaverki Einars Jónssonar, í rokinu og snjókomunni í morgun.

Borðin bíða eftir gestum á Vegamótastíg í miðbæ Reykjavíkur.

Vonskuveður í Hljómskálagarðinum við Reykjavíkurtjörn.

 

Reykjavík 13-14/02/2022  17:49-08:57 – A7R IV : FE 1.8/135mm GM – FE 1.2/50mm GM

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson