Árið 1871, setti einn af okkar fyrstu málurum, Sigurður málari (1833-1874) hugmynd um að Laugardalurinn yrði íþrótta og útivistarsvæði Reykvíkinga. Í dag er Laugardalurinn mest sótta útivistarsvæði höfuðborgarinnar, og miðstöð íþrótta fyrir allt landið. Þarna er Laugardalshöllinn fyrir fimleika, handbolta, körfubolta og frjálsar íþróttir, Laugardalsvöllurinn þjóðarleikvangur fyrir knattspyrnu, og Laugardalslaug, stærsta sundlaug landsins. Í Laugardal er líka Fjölskyldu og húsdýragarðurinn, Grasagarðurinn, tjaldsvæði Reykjavíkur, og auðvitað mikið af listaverkum og göngustígum fyrir þá sem hafa áhuga á útiveru og slökun. Icelandic Times / Land & Saga skrapp niður í Laugardal, en þar voru leikskólabörn að opna sýningu á blómum framtíðarinnar í Grasagarðinum. Auðvitað slæddust með aðrar myndir af Reykvíkingum að njóta góða veðursins sem hefur glatt okkur sunn- og vestlendinga undanfarna daga.
Reykjavík 29/04/2024 : A7C R – FE 1.2/50mm
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson