Ansi margir íslendingar halda því fram að Vestfirðir séu fallegasti hluti landsins. En eitt má þó Ísafjörður, höfuðstaður landshlutans, að þangað um páskahelgina flykkjast fjölmargir landsmenn til að taka þátt í skíðaviku, enda nægur snjór og til að fara á tónlistarhátíðina, Aldrei fór ég suður. Tónlistarhátíðin hefur nú verið haldin í tuttugu ár, þar sem allir bestu og mestu tónlistarmenn landsins skemmta landsmönnum í tvö kvöld með heimamanninn Mugison sem forsöngvara. Í meira en hálfa öld hefur skíðavikan verið haldin um páskana á Ísafirði. Þar var margt um manninn, enda fullt af snjó og skafrenningi. Það er alltaf gott að koma vestur; þrátt fyrir rysjótt veður, erfiða færð, kulda og trekk. Því Ísafjörður / Vestfirðir eru alltaf spennandi, eins og Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson sagði þegar hann opnaði tónlistarhátíðina; ,,Hátíðin er einstök, á heimsvísu.“ Hér koma svipmyndir að vestan frá því í dag.






Vestfirðir 29/03/2024 : A7R IV, A7C : FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson