Neðstikaupstaður á Ísafirði

Vorveðrið á Vestfjörðum

Ansi margir íslendingar halda því fram að Vestfirðir séu fallegasti hluti landsins. En eitt má þó Ísafjörður, höfuðstaður landshlutans, að þangað um páskahelgina flykkjast fjölmargir landsmenn til að taka þátt í skíðaviku, enda nægur snjór og til að fara á tónlistarhátíðina, Aldrei fór ég suður. Tónlistarhátíðin hefur nú verið haldin í tuttugu ár, þar sem allir bestu og mestu tónlistarmenn landsins skemmta landsmönnum í tvö kvöld með heimamanninn Mugison sem forsöngvara. Í meira en hálfa öld hefur skíðavikan verið haldin um páskana á Ísafirði. Þar var margt um manninn, enda fullt af snjó og skafrenningi. Það er alltaf gott að koma vestur; þrátt fyrir rysjótt veður, erfiða færð, kulda og trekk. Því Ísafjörður / Vestfirðir eru alltaf spennandi, eins og Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson sagði þegar hann opnaði tónlistarhátíðina; ,,Hátíðin er einstök, á heimsvísu.” Hér koma svipmyndir að vestan frá því í dag. 

Amsterdam byggt 1850 á Eyrinni
Tveir Volvo Lapplander á Eyrinni
Páll Óskar á Aldrei fór ég suður
Vegurinn í Súgandafirði
Danska konsúlatið á Ísafirði
Bolafjall og Bolungarvík

Vestfirðir 29/03/2024 : A7R IV, A7C :  FE 1.2/50mm GM, FE 1.4/24mm GM
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson