Zanele Muholi (f.1972) er einn merkasti samtímaljósmyndari í heiminum í dag. Listasafn Íslands er með sannkallaða stórsýningu í þremur sölum þar sem sterkar og áhrifamiklar myndir varpa ljósi á sögu og baráttu svarts hinsegin fólks í heimalandi listamannsins, Suður-Afríku. Yfir eitt hundrað ljósmyndir auk videoverka sýna ofbeldi, solt, mótstöðu, einingu og umfram allt ást á veggjum safnis. Sýningastjórar eru, Harpa Þórsdóttir, Vigdís Rún Jónsdóttir og Yasufumi Nakamori. Hönnuður sýningarinnar sem stendur til 12. febrúar er Helgi Már Kristinsson.
10/01/2023 : A7C : FE 1.8/20mm G
Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson