Land&Saga – Skipulag, hönnun og byggingar 3.tbl. 1.árg. 2007

Lesa allar greinar í blaði

Skoða PDF skrá

Lesa PDF á issuu

Skipulag-Hönnun-Byggingar kemur nú út í þriðja sinn. Upplag blaðsins er 116.000 eintök og verður því dreift inn á velflest heimili á landinu, auk þess sem blaðið liggur frammi á yfir 60 afgreiðslustöðum N1 um allt land. Hér er því sennilega um að ræða eina stærstu útgáfu sérblaðs á Íslandi í dag. Blaðið er vettvangur skipulags, hönnunar og byggingarmála og markmiðið er, sem áður, að kynna skipulag sveitarfélaga víðs vegar um landið – en seinustu ár hafa verið mikill uppgangstími í íslenskri byggingasögu, sögu sem er ekki aðeins að breyta ásýnd margra sveitarfélaga, heldur daglegu lífi þess fólks sem þar býr – því eins og kemur fram í þessu 3. tölublaði, þá er skipulag bæja og borga undirstaða mannlífs. Til að lesendur fái greinargóðar upplýsingar um hugmyndir, ferli og ástæður fyrir þeim breytingum sem ásýnd sveitarfélaga þeirra eru að taka á sig, er rætt við fjölda manna og kvenna sem að þeim standa; forráðamenn sveitarfélaga, hönnuði, verkfræðinga og verktaka, svo eitthvað sé nefnt.Við viljum þakka öllum þeim sem hafa komið að útgáfunni og þakka þær frábæru móttökur sem þetta sérrit um Skipulag-Hönnun-Byggingar hefur fengið. Við höldum áfram á sömu braut, því næsta tölublað í þessum flokki – og það síðasta á þessu ári – kemur út hjá okkur 4. desember. Einar Þorsteinss

Lesa allar greinar í blaði Skoða PDF skrá