• Íslenska

Eimskip verður á sjávarútvegssýningunni í Boston sem fram fer dagana 11. – 13. mars nk. Eimskip leggur mikið upp úr því að taka þátt í sýningum sem þessum til þess að kynna þjónustu sína og starfssemi fyrir sýningargestum. Sýningin í Boston er hin stærsta sinnar tegundar í Norður Ameríku en tæplega 20 þúsund hagsmunaaðilar í sjávarútvegi frá um 100 löndum sækja hana heim.

Fulltrúar Eimskips munu kynna þjónustu fyrirtækisins á bás númer 771 og hvetjum við alla nýja og núverandi viðskiptavini til að líta við.

Í tengslum við sýninguna gefur Eimskip út fréttablaðið „Eimskip‘s Global News“ en það smá skoða með því að smella hér.