Hjörleifshöfði

Hjörleifur & sagan

Hjörleifur & sagan

Líklega hefði Íslandssagan verið öðruvísi ef fósturbróður fyrsta landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar, og giftur systur hans Helgu Arnardóttur, hefði lifað lengur. Þeir fóstbræður koma saman frá Noregi til Íslands árið 874 +/- og dvelja fyrsta veturinn á tveimur klettahöfðum við suðurströndina, Ingólfur í Ingólfshöfða, sunnan við Fagurhólsmýri og undir hæsta fjalli landsins Hvannadalshnjúk í Öræfajökli. Hjörleifur hafði vetursetu vestar, í Hjörleifshöfða rétt austan við Vík í Mýrdal, undir Kötlu í Mýrdalsjökli. Báðir semsagt undir eldfjöllum. Hjörleifur hafði farið í víking vestur til Írlands, tók þar þræla sem myrtu hann og flúðu með þær konur sem voru með í för til Vestmannaeyja, suður og vestur af Hjörleifshöfða. En á landnámsöld voru íbúar Bretlandseyja kallaðir vestmenn. Ingólfur og hans menn, fundu þá og drápu. Ingólfur og kona hans, Hallveig Fróðadóttir settust að í Reykjavík, eftir að þrælar hans höfðu gengið ströndina frá Ingólfshöfða, þangað til þeir fundu öndvegissúlur Ingólfs í vík austan við Örfirisey, þar sem nú er Reykjavíkurhöfn, hátt í 400 km leið. Þennan fróðleik höfum við úr Landnámu og Íslendingabók. Hér koma nokkrar myndir frá og af Hjörleifshöfða og nágrenni.

Hjörleifshöfði um hásumar
Frá Kötlujökli, rétt norðan við Hjörleifshöfða
Hjörleifshöfði í haustbirtu
Horft norður og vestur að Mýrdalsjökli og Kötlu frá Hjörleifshöfða
Hjörleifshöfða rís upp úr Mýrdalssandi

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 02/10/2023 : A7R IV, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 1.2/50mm GM, FE 2.8/100mm GM