Framsóknarflokkurinn er sigurvegari sveitarstjórnarkosninganna í gær. Flokkurinn sem er miðjuflokkur, og er elsti starfandi stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. Flokkurinn var stofnaður árið 1916, þegar Bændaflokkurinn og flokkur Óháðra bænda sameinuðust. Framsóknarflokkurinn hefur fyrst og fremst sótt fylgi sitt í dreifbýlið, en nú er svo komið að flokkurinn er í lykilstöðu í öllum stærstu bæjum landsins. Stærsti sigur flokksins var í Reykjavík, þegar hann fer úr 3,2% atkvæða (2018) í 18,7% núna, og verður þriðji stærsti flokkurinn í höfuðborginni eftir Sjálfstæðisflokki sem er stærstur með 24,5% fylgi, en það er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í tæplega 100 ára sögu framboðs í Reykjavík. Mest fylgi hlaut flokkurinn árið 1990, þegar hann fékk 60,4% atkvæða. Næst flest atkvæði í Reykjavík fékk Samfylkingin, flokkur Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Meirihluti fjögurra flokka, Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri Grænna féll í kosningunum. Átta framboð náðu manni inn í Reykjavík. Í næst fjölmennustu bæjum landsins, Kópavogi og Hafnarfirði, hélt meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins kom enginn listi fram, heldur var persónukjör. Kjörsókn var 82,9% og hlaut Júlía Fossdal flest atkvæði í fimm manna hreppsnefnd, eða 24. Arinbjörn Bernharðsson hlaut  21 atkvæði, Delphine Briois 20 atkvæði, Eva Sigurbjörnsdóttir 17 atkvæði og Úlfar Eyjólfsson 9 atkvæði.

Ráðhús Hafnarfjarðar

Fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar er vegvísir til vinabæja Hafnarfjarðar.

 

Ráðhús Kópavogs

Sikileyski ljósmyndarinn Spac, var að búa til ljósmyndaverk við Ráðhúsið í hádeginu þegar Icelandic Times / Land og Saga átti leið þar um í hádeginu.

Reykjavík / Kópavogur/ Hafnarfjörður 15/05/2021 12:11 – 13:08 : A7R IV – A7C – A7R III : FE 1.8/20mm G – FE 1.8/135 GM – FE 2.5/40mm G

Ljósmyndir og texti : Páll Stefánsson