Maður & menning

Maður & menning

Safnkvæmt Hagstofu Ísland komu út 4.7 bækur á degi hverjum á Íslandi árið 2019 (nýjustu tölur) alls 1712 titlar. Það ár frumsýndu leikhúsin 56 leikrit, en rúmlega 500 manns starfa í leikhúsunum, og gestir voru tæplega 150 þúsund, tæp hálf þjóðin. Listasöfnin sóttu hvorki fleiri né færri en 2.8 milljónir gestir, samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 2019, árið fyrir Covid-19. Í ár gæti fjöldin hugsanlega farið í 3 milljónir, nífaldur íbúafjöldi Íslands. Hagstofan tekur ekki saman tölur um dægurlagatónlist almennt, en bara í Hörpu voru 539 tónleikar árið 2019 enda margir salir í þessu 10 ára gamla tónlistar og ráðstefnuhúsi.   

Á haustin fer listalífið á flug á Íslandi. Svokallað jólabókarflóð skellur á okkur, leikhúsin, óperan og sinfónían hefja sína vetrardagskrá, og listamenn opna sýningar, jafnt í stóru listasöfnunum, sem og galleríum og óhefbundnum sýningarrýmum sem nóg er af. Tónlistar- og myndlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson opnaði eina slíka nú á sunnudaginn í skemmu á Laugarnesinu. Sýningu með sjö risastórum myndverkum sem eru 4.5 X 4.5 meter að stærð. Sýningingin stóð yfir í einn dag. Icelandic Times / Land & Saga lét sig ekki vanta.

Einar Örn Benediktsson
Frá sýningu Einars Arnar

Reykjavík 12/09/2022 : A7R IV, A7R III – FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/14mm GM

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson