Sýningalok á Augans börn í Ásmundarsafni
og Því meira, því fegurra og Panik í Hafnarhúsi
Þremur sýningum lýkur mánudaginn 1. maí: Þetta eru sýningarnar Augans börn í Ásmundarsafni og Því meira, því fegurra og Panik í Hafnarhúsi.
Á sýningunni Augans börn má sjá verk eftir þá Ásmund Sveinsson (1893–1982) og Þorvald Skúlason (1906–1984) sem voru í hópi þeirra listamanna sem stöðugt voru að tileinka sér ný viðhorf innan myndlistarinnar um miðja síðustu öld.
Sýningin Því meira, því fegurra varpar sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans og má rekja aftur til ungdómsverka hans.
Í innsetningunni Panik umbreytir myndlistarkonan Ilmur Stefánsdóttir rýminu með myndbandsverkum sem virðast samtvinnuð burðarvirki sýningarsalarins og sýna konu vera að hamast við eitthvað sem ekki hefur augljósan tilgang.