Panik í Hafnarhúsi

Sýningalok á Augans börn í Ásmundarsafni
og Því meira, því fegurra og Panik í Hafnarhúsi

Þremur sýningum lýkur mánudaginn 1. maí: Þetta eru sýningarnar Augans börn í Ásmundarsafni og Því meira, því fegurra og Panik í Hafnarhúsi.

Á sýningunni Augans börn má sjá verk eftir þá Ásmund Sveinsson (1893–1982) og Þorvald Skúlason (1906–1984) sem voru í hópi þeirra listamanna sem stöðugt voru að tileinka sér ný viðhorf innan myndlistarinnar um miðja síðustu öld.

Sýningin Því meira, því fegurra varpar sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans og má rekja aftur til ungdómsverka hans.

Í innsetningunni Panik umbreytir myndlistarkonan Ilmur Stefánsdóttir rýminu með myndbandsverkum sem virðast samtvinnuð burðarvirki sýningarsalarins og sýna konu vera að hamast við eitthvað sem ekki hefur augljósan tilgang.

 

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0