Snæfell

Snæfell er hæsta fjall Íslands sem er utan jökla og þaðan er gott útsýni til allra átta. Vinsælt er að ganga upp á topp Snæfells og ekki þarf annan útbúnað en góða gönguskó.
Snæfell er forn megineldstöð en þar hefur ekki gosið í um 10 þúsund ár. Fjallið myndaðist á síðustu ísöld og er yngsta eldfjall Austurlands. Snjór er á toppi Snæfells allan ársins hring vegna hæðar þess, en fjallið er 1.833 metra hátt.

Í nágrenni Snæfells eru megindvalastaðir hreindýra og heiðagæsa hér á landi. Austan Snæfells er Eyjabakkasvæðið sem er sléttlendi með miklum flæðimýrum.
texti.www.laugarfell.is

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0