Hallormur

Hallormur

Í Lagarfljóti við Hallormsstaðarskóg býr annað af stærstu skrímslum Evrópu. Lagarfljótsormurinn, hinn er Nessie sem býr í Loch Ness svipuðu aflöngu vatni í hálöndum Skotlands. Lagrfljótsormsins er fyrst getið í heimildum árið 1345, á þessum tæpum 700 árum hefur hann nokkrum sinnum sést og er talið að hann sé um 100 metra langur. Nessie í Loch Ness er eldri en fyrstu skjalfestu heimildir af ófreskjunni eru frá árinu 565. Skrímslið náðist á frægri ljósmynd árið 1933, fyrir 90 árum síðan. Báðir eru líklega sprelllifandi, en hafa hægt um sig, engin partýdýr. Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur Íslands, en Alþingi samþykkti friðun svæðisins árið 1899, sem tók gildi sex árum síðan. Fyrsta skref okkar íslendinga í náttúruvernd. Skógurinn sem stendur á eystri bakka Lagarfljóts á Austurlandi er 750 hektarar og vinsæll ferðamannastaður. Enda einstaklega veður gott á svæðinu og stutt frá Hringvegi 1, en tæplegar 30 km eru úr Hallormstaðarskógi í Egilstaði, og aðeins 700 km tæplega til Reykjavíkur. Norður eða suðurleiðina.

Horft norður Lagarfljót, Dyrfjöll lengst í burtu, Hallormsstaðaskógur til vinstri
Atlavík, vinsælasti ferðamannastaðurinn í Hallormsstaðaskógi
Bláklukkur í Hallormsstaðaskógi
Horft vestur yfir Lagarfljót
Hallormsstaðaskógur þekur 750 hektara, stærsti skógur landsins
Hér býr ormurinn í Lagarfljóti
Kornrægt við skóginn
Fallegt er í Hallormsstaðaskógi

Ljósmyndir & texti: Páll Stefánsson
Fljótsdalshérað  23/08/2023 : A7R IV, A7R III, RX1R II : FE 1.8/135mm GM, FE 1.2/50mm GM, FE 1.8/20mm G, 2.0/35mm Z, FE 2.8/50mm