Snæfell
Snæfell er hæsta fjall Íslands sem er utan jökla og þaðan er gott útsýni til allra átta. Vinsælt er að ganga upp á topp Snæfells og ekki þarf annan útbúnað en góða gönguskó.
Snæfell er forn megineldstöð en þar hefur ekki gosið í um 10 þúsund ár. Fjallið myndaðist á síðustu ísöld og er yngsta eldfjall Austurlands. Snjór er á toppi Snæfells allan ársins hring vegna hæðar þess, en fjallið er 1.833 metra hátt.
Í nágrenni Snæfells eru megindvalastaðir hreindýra og heiðagæsa hér á landi. Austan Snæfells er Eyjabakkasvæðið sem er sléttlendi með miklum flæðimýrum.
texti.www.laugarfell.is