Kóngurinn kemur – Árbæjarsafn

Það verður mikið um að vera á Árbæjarsafni næstkomandi sunnudag, þann 30. júní. Bæjarbúar bíða spenntir eftir komu kóngsins til landsins, Friðriks VIII, og hafa skreytt götur og torg af því tilefni. Vatnsberinn mun vera við vatnspóstinn til að flytja gestum og gangandi bæjarslúðrið auk frétta af konungskomunni kl. 13, 14, 15 og 16.

Í Nýlendu bíður fólk spennt eftir komu kóngsins mitt á milli þess sem saltfiskur er breiddur. Í Miðhúsi verður prentari að störfum og leyfir gestum að spreyta sig. Í Árbæ situr húsfreyjan og þeytir rokkinn og steikir lummur, í haga má svo sjá búsmalann á beit.

Hvergi er það betra en á Árbæjarsafni að virða fyrir sér þær miklu breytingar sem hafa orðið í borginni á undanfarinni öld og góð skemmtun að ganga um safnið, skoða hús og þá sýningagripi sem þau geyma.

Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi.

Frítt inn fyrir yngri en 18 ára, 70 ára og eldri og öryrkja.

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0