Listamannsspjall – Ragnar Þórisson

Sunnudag 30. nóvember kl. 15
Listamannsspjall – Ragnar Þórisson

ragnar thSunnudaginn 30. Nóvember kl. 15 mun Ragnar Þórisson ræða við gesti um verk sín á sýningunni Vara-litir sem nú stendur yfir í Hafnarborg.
Ragnar Þórisson hefur helgað sig málverkinu alfarið í listsköpun sinni. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og hefur þróað aðferðir og myndefni sitt jafnt og þétt síðan. Nálgun Ragnars við málaralistina er nokkuð hefðbundin en hann málar með olíumálningu á stóra fleti. Verkin sýna skrumskældar mannverur í dulúðlegu umhverfi, máluð í dempuðum og þokukenndum litum. Hann hefur haldið þrjár einkasýningar í Reykjavík á liðnum árum sem og verið þáttakandi í samsýningum. Á síðastliðnu ári hlaut Ragnar styrk úr Styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur.
Sýningin Vara-litir einkennist af litaflaumi og frásagnargleði. Bjartir og fjörmiklir litir eru áberandi á sýningunni og undirstrika óttaleysi og hispurslausa tjáningu listamannanna. Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera hlaðin litum og formum sem endurspegla tíðaranda 21. aldarinnar, þar sem ofgnótt upplýsinga hleður hvert augnablik. Í verkunum kallast á margslungnir heimar ólíkra listamanna þar sem hlutir og verur leika lausum hala. Á sýningunni eru ný verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Guðmund Thoroddsen, Helga Þórsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Ragnar Þórisson, Þorvald Jónsson og Þórdísi Aðalsteinsdóttur.  Sýningarstjóri er Birta Fróðadóttir.

Frekari upplýsingar veita:
Ragnar Þórisson, s. 662 1815
Áslaug Friðjónsdóttir, s. 585-5790

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0