Milkywhale heldur útgáfutónleika á Sæmundi í sparifötunum á Kex föstudaginn 8. september í tilefni þess að fyrsta plata sveitarinnar leit dagsins ljós í sumar. Milkywhale skipa þau Melkorka Sigríður Magnúsdóttir og Árni Rúnar Hlöðversson. Melkorka hefur getið sér gott orð sem dansari undanfarin ár og er Árni Rúnar langflestum kunnur sem meðlimur FM Belfast, hann hefur líka verið í hljómsveitum á borð við Motion Boys, Hairdoctor, Cotton + 1 og fleiri.
Milkywhale er þekkt fyrir sérlega dansvæna tónlist, fjöruga sviðsframkomu og ljúfa nærveru.
Tónlistarkonan og poppgyðjan Hildur sér um upphitun. Frítt er inn á tónleikana og hægt verður að kaupa plötuna á sérstöku tilboði. Hildur gaf á dögunum út þröngskífuna Næsta Sumar og mun lög af henni óma á KEX á morgun.
Reimið á ykkur dansskóna!
Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er frítt inn.
https://dillrestaurant.is
https://hverfisgata12.is
https://kexhostel.is
https://www.kexbrewing.is/
https://mikkeller.dk/location/mikkeller-friends-reykjavik/