• Íslenska

 

Reykjavík Kabarett

Reykjavík Kabarett og Kex taka höndum saman og bjóða upp á lítinn mánudagskabarett í bókahorninu. Sérstakur gestur og kynnir kvöldsins er hinn suðræni og seiðandi Wilfredo, sem heillaði alla upp úr skónum á nýafstöðnum Reykjavík Kabarett. Hann er á heimleið til New York eftir velheppnað Evrópuferðalag. Lalli „töframaður,“ Mokki og Maísól frá Reykjavík Kabarett sýna gamlar og ljúfar lummur sem Wilfredo límir saman með ljúfum tónum.

Sýningin er um einn og hálfur tími með hléi og er ókeypis inn, en tips-hattur gengur um í hléi. Í sýningunni er neðanbeltishúmor og hún hentar ekki börnum. 

Nánari upplýsingar veitir Margrét Erla Maack í síma 663 2548.