Framkvæmdir eru á fullu við uppbyggingu Hafnartorgs í Kvosinni, þar sem rísa sjö byggingar sem hýsa verslanir og skrifstofur og 76 íbúðir á efri hæðum. Meðalstærð íbúða er um 140 m2 og þeim fylgja stæði í bílastæðahúsi neðanjarðar. Áætluð verklok eru snemma árs 2019 en ráðgert er að hluti íbúðanna verði tekinn í notkun nokkru fyrr.
„Íbúðirnar, sem eru allt frá 75 m2 stúdíóíbúðum upp í 200 m2 þakíbúðir með útsýni yfir hjarta borgarinnar, verða seldar á almennum markaði og mjög til þeirra vandað, “ segir Þorvaldur Gissurarson, framkvæmdastjóri ÞG Verks sem annast byggingaframkvæmdirnar á Hafnartorgi. „Það er mkið lagt í arkitektúr á þessum húsum og reyndar á reitnum öllum þannig að þær verða mjög áberandi í umhverfi sínu.“
Uppbyggingin á Hafnartorgi gengur hratt. Uppsteypu lýkur um áramót 2017/2018, fyrstu íbúðir verða afhentar haustið 2018 og verklok eru áætluð snemma árs 2019 á þessum umfangsmiklu framkvæmdum sem eru að gerbreyta ásýnd miðborgarinnar.
Arkitekt sjá hér
Byggingaraðili sjá hér