Sumardagurinn eini

Það var gott veður í höfuðborginni í dag. Icelandic Times / Land & Saga naut dagsins og fór á stúfana til að fanga stemninguna þegar degi tók að halla, enda birtan fallegust þá. Hér eru svipmyndir úr miðbæ Reykjavíkur á einstaklega fallegu sumarkvöldi. Margir voru á ferli að anda að sér stemmingunni og njóta veðurblíðunnar.

Styttan Adonis, eftir Bertel Thorvaldsen í Hallargarðinum

Skólavörðustígur, Hallgrímskirkja upplýst í síðustu geislum sólarinnar

Horn Geirsgötu og Tryggvagötu

Við Hörpu, Esja í bakgrunni

Við Reykjavíkurtjörn, Ráðhús Reykjavíkur í bakgrunni

Himinglæva listaverk eftir Elínu Hansdóttur við Kalkofnsveg

Ljósmyndir & texti : Páll Stefánsson

Reykjavík 03/07/2023 : A7C, RX1R II – FE 1.4/24mm GM, 2.0/35mmZ