Smiðjuholt

Smiðjuholt

Á svokölluðum Smiðjuholtsreit við Einholt og Þverholt í Reykjavík er bygging 203 nýrra búseturéttaríbúða í fullum gangi. Þegar er búið að byggja og úthluta 120 íbúðum, í tveimur áföngum árin 2016 og 2017, en verið er að afhenda síðustu íbúðirnar í þessum mánuði. Jafnframt er þriðji áfanginn, 83 íbúðir, kominn í byggingu og er uppsteypu lokið. Þær íbúðir eru á bilinu 45-192 m² og verða tilbúnar til afhendingar sumarið 2018.


Búseti hefur veg og vanda af uppbyggingunni og Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri segir uppbygginguna hafa gengið vel. Íbúðirnar séu mjög fjölbreyttar, allt frá litlum einingum upp í rúmgóðar „townhouse“ íbúðir á tveimur hæðum. „Hér erum við búin að byggja hús sem henta fjölbreyttum hópum. Félagsbústaðir eru með 20 af þessum 204 íbúðum og hér er gott dæmi um það prýðissamstarf sem er á milli Búseta og Reykjavíkurborgar.“

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0