Leiðsögn listamanna:
Fimmtudag 19. júlí kl. 20.00 í Hafnarhúsi
Leiðsögn með Önnu Líndal og Unnari Erni J. Auðarsyni sem eiga verk á sýningunni Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein?
Á sýningunni er sjónum beint að verkum listamanna sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrunni. Sýningin rekur sögu hugmynda Íslendinga um víðerni landsins með augum myndlistarmanna.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.