Okkar myndlist

Það eru yfir sjö þúsund listaverk í eigu Listasafns Reykjavíkur. Í tilefni fimmtíu ára afmælis Kjarvalsstaða á Klambratúni, fyrsta hússins á Íslandi sem er hannað sérstaklega sem listasafn, var blásið til kosningaleiks. Yfirskriftin Myndlistin okkar. Þarna gafst höfuðborgarbúum tækifæri til þess að velja sitt uppáhalds verk úr safneign safnsins fyrir afmælissýningu á Kjarvalsstöðum. Sýningarstjórn, og val á verkum var algjörlega úr höndum safnsins. það var salurinn sem réð endanlegum fjölda verka. Sýningin er ekki bara flott, heldur vitnisburður um okkar (góða) smekk á myndlist. Í miðjum sýningarsalnum er kubbur, þar sem settar eru upp vikulegar sýningar. Sýningar þar sem safnið hefur boðið samstarfsaðilum og fastagestum að velja sín uppáhaldsverk. Enda endalaus uppspretta listaverka í eigu Listasafns Reykjavíkur.

Frá sýningunni Myndlistin okkar á Kjarvalsstöðum

Frá sýningunni Myndlistin okkar á Kjarvalsstöðum

Frá sýningunni Myndlistin okkar á Kjarvalsstöðum

Frá sýningunni Myndlistin okkar á Kjarvalsstöðum

Frá sýningunni Myndlistin okkar á Kjarvalsstöðum

Frá sýningunni Myndlistin okkar á Kjarvalsstöðum

Frá sýningunni Myndlistin okkar á Kjarvalsstöðum

Ljósmyndir & text : Páll Stefánsson
Reykjavík 28/09/2023 : A7R IV, RX1R II : 2.0/35mm Z, FE 1.8/20mm G