Einar Falur og Hekla Dögg Jónsdóttir

Leiðsögn listamanna:
Einar Falur og Hekla Dögg Jónsdóttir
Fimmtudag 2. ágúst kl. 20.00 í Hafnarhúsi
Leiðsögn með Heklu Dögg Jónsdóttur og Einari Fali Ingólfssyni sem eiga verk á sýningunni Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? í Hafnarhúsi. Hekla Dögg sýnir stóran skúlptúr og Einar Falur ljósmyndaseríu.

Hekla Dögg hefur í verkum sínum skoðað eðli upplifunar, einkum hrifnæmis. Þar leikur hún sér með endurgerð fyrirbæra sem hafa óumdeilanleg áhrif á okkur, eins og náttúrulegur foss.

Einar Falur hefur um árabil ferðast um hálendið í leit að fólki sem sækir þangað á eigin forsendum. Hann hittir fyrir einstaklinga sem hver og einn hefur sínar væntingar og skynjar umhverfið á persónulegan hátt.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Author

  • Editorial

    Icelandic Times Magazine - the only magazine in Iceland published in English, German, French and now Chinese. Icelandic Times Magazine's sister publication Land og Saga is published in Icelandic.

    View all posts
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0