Þorvaldur Skúlason (1906 – 1984)

Þorvaldur Skúlason (1906 – 1984)

Þorvaldur Skúlason (30. apríl 1906 – 30. ágúst 1984) var íslenskur listmálari sem var einn af frumkvöðlum abstraktlistar á Íslandi og undir áhrifum frá franska kúbismanum sem hann kynntist í Frakklandi á 4. áratugnum. Stærsta safn verka hans er í eigu Listasafns Háskóla Íslands sem stofnað var 1980 með listaverkagjöf hjónanna Sverris Sigurðssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, en verk eftir Þorvald voru uppistaða í safni þeirra (117 af 140 verkum).

Þorvaldur fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð á Ströndum, sonur faktorsins í Riisversluninni, Skúla Jónssonar, og Elínar Theodórsdóttur. Þegar hann var þriggja ára fluttist fjölskyldan til Blönduóss þar sem hann ólst upp. Fjórtán ára varð hann messadrengur á farþegaskipinu MS Gullfossi, en ári síðar fótbrotnaði hann og stytti sér stundir með teikningum. Haustið 1921 fór hann til Reykjavíkur og fékk tilsögn hjá Ásgrími Jónssyni.

1927 sýndi hann verk sín á 7. almennu listasýningu Listvinafélags Reykjavíkur og 16. febrúar 1928 hélt hann sína fyrstu einkasýningu. Þetta sama ár fór hann í nám við listaháskólann í Osló. 1931 flutti hann til Parísar og til Kaupmannahafnar 1933 og enn til Frakklands 1934. 1940 fluttist hann með fjölskyldu sinni til Íslands vegna innrásar Þjóðverja.

Eftir komuna til Íslands bjó hann mestmegnis í Reykjavík og tók virkan þátt í sýningum Félags íslenskra myndlistarmanna og sýningum Septem-hópsins meðal annars.

Sjá fleiri greinar um myndlistamenn sjá hér

RELATED LOCAL SERVICES

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0