Bambaló & Kristjana Stefánsdóttir
Kristjana Stefáns er löngu landskunn söngkona á jazzvísu, en Ófelía er fyrsta frumsamda platan sem hún sendir frá sér og notar listamannsnafnið Bambaló. Á plötunni eru 11 ný lög, öll eftir Kristjönu, en textarnir eru ýmist eftir hana eða Berg þór Ingólfsson. Kristjana og Daði Birgisson útsettu efnið, en upptökustjórn og hljóðblöndun annaðist Daði Birgisson. Hljómjöfnun: Mandy Parnell
Kristjana Stefáns syngur og leikur á píanó, rhodes píanó og Moog hljóðgervil, Daði Birgisson leikur á bassa, synthabassa og hljóðgervla, Daníel Helgason á gítara, Kristinn Snær Agnarsson og Bassi Ólafssona sjá um trommur og slagverk, og Pétur Sigurðsson leikur á Kontrabassa. Þá syngur Arnar Guðjónsson dúett með Kristjönu í laginu „For all time“ og Svavar Knútur syngur raddir í þremur lögum.
Gunnar Víðir Þrastarson hannaði umslag.
Kristjana Stefáns
tónlistarmaður, tónskáld og leikona. Hún hefur hljóðritað bæði í eigin nafni og sem gestasöngvari og komið reglulega fram í útvarpi, sjónvarpi og á tónleikum, bæði hérlendis og erlendis. Kristjana starfar reglulega með Stórsveit Reykjavíkur og hefur unnið með stjórnendunum á borð við Daniel Nolgard og Ole Kock Hansen. Hún starfar einnig reglulega með Svavari Knút, Daða Birgissyni, Ragnheiði Gröndal og Kjartani Valdemarssyni. Kristjana hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar sem telja langt á annan tug og hlotið Grímuverðlaunin.