Jóhann Smári Sævarsson

Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 12 mun Jóhann Smári Sævarsson koma fram á Hádegistónleikum í Hafnarborg ásamt Antoníu Hevesi píanóleikara þar sem þau munu flytja aríur eftir Rossini, Mozart og Verdi.  Sjá videó hér af tónleikanum.

Vegna tilslakana á fjöldatakmörkunum er loks mögulegt að opna tónleikana fyrir áhorfendum en þó aðeins takmörkuðum fjölda. Gestum er boðið að panta sér miða í síma 585 5790 á opnunartíma safnsins.

Tónleikunum verður þó áfram streymt beint á Facebook og í gegnum heimasíðu Hafnarborgar svo sem flestir geti notið flutningsins. Jóhann Smári Sævarsson hóf söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni og við Nýja tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz. Hann stundaði framhaldsnám við sameiginlega óperudeild Royal College of Music og Royal Academy of Music í London. Að námi loknu réði Jóhann Smári sig við Kölnaróperuna og var þar í þrjú ár. Jóhann var einnig fjögur ár á föstum samningi við óperuna í Regensburg. Jóhann hefur sungið sem gestasöngvari við fjölda óperuhúsa í Evrópu: Köln, Bonn, Nürnberg, Saarbrücken, Würzburg, Regensburg, Kaiserslautern, Passau, Berlinar Fílharmoníuna, Prag, Bregenz, Glyndbourn, Royal Albert Hall, Sadlers Wells Theater í London, Dublin Grand Opera, Scottish Opera, Borgarleikhúsið í Reykjavík, Þjóðleikhúsið og Íslensku óperuna. Hann hefur starfað með ýmsum frægum hljómsveitastjórum, meðal annarra Bernard Haitink, Kent Nagano, James Conlon og Gennadi Rozhdestvensky, og þekktum hljómsveitum á borð við London Philharmonic, BBC Concert Orchestra, Gurzenich Orchester, Berliner Sinfonie og WDR útvarpshljómsveitina í Köln. Jóhann hefur sungið yfir 50 hlutverk á ferlinum, þar á meðal Baron Ochs, Filippo II, Don Manifico, Sarastro, Leporello, titilhlutverkið í Mefistofele, Rocco, Hollendinginn Fljúgandi, Daland, Figaro, Onegin, titilhlutverkið í Gianni Schicci , Scarpia og Tevje í Fiðlaranum á þakinu. Meðal verka á tónleikum eru Requiem Verdis, Requiem Mozarts, 9. sinfónía Beethovens, 8. sinfónía Mahlers og Sköpunin eftir Haydn. Jóhann hefur haldið ljóðatónleika hérlendis og erlendis. Hann söng hlutverk Trulove í uppsetningu Íslensku óperunnar á The Rake’s Progress haustið 2006 og Grenvil lækni í La traviata árið 2008, Vetrarferð Schuberts í leikinni útfærslu 2008 og 2010, Skugga í Hel eftir Sigurð Sævarsson á Listahátíð 2009, Sparafucile í Rigoletto 2010, Sarastro í Töfraflautunni 2011, Colline í La Boheme 2012, Sigurð í Ragnheiði 2014, Bartolo í Rakaranum frá Sevilla 2015 og Commendatore í Don Giovanni 2016. Jóhann Smári var tilnefndur sem rödd ársins 2010 til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrir söng sinn í Vetrarferðinni og sem Hallgrímur í Hallgrímspassíu Sigurðar Sævarssonar með Schola Cantorum og Caput hópnum undir stjórnar Harðar Áskellssonar. Jóhann frumflutti ljóðaflokkinn Kvæði eftir Sigurð Sævarsson á Myrkum músíkdögum 2011 með Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Petri Sakari. Árið 2008 hlaut Jóhann starfslaun listamanna í eitt ár. Jóhann Smári hefur kennt söng í Söngskólanum í Reykjavík, Söngskóla Sigurðar Demetz, Nýja Tónlistarskólanum í Reykjavík, Tónlistarskólanum á Akureyri, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Sandgerði og Garði. Jóhann Smári er kórstjóri Karlakórs Keflavíkur og söngsveitarinnar Víkingarnir. Jóhann hefur verið meðlimur sönghópsins Orfeus frá stofnun hanns. Jóhann hefur verið virkur í Íslensku sönglífi frá því hann kom heim 2008, sungið mörg hlutverk í Íslensku óperunni, sungið einsöng með Kammersveit Reykjavíkur, Caput hópnum, óperukórnum í Reykjavík, Háskólakórnum, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Íslands og á Listahátíð svo eithvað sé nefnt. Jóhann var formaður tónlistarfélags Reykjanesbæjar frá 2009 til 2011. Jóhann Smári er listrænn stjórnandi óperufélagsins Norðuróp.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið marga af fremstu söngvurum landsins til liðs við sig. Hádegistónleikar eru að venju á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland
 • Related Articles

   ELEKTRA ENSEMBLE

   ELEKTRA ENSEMBLE

   Hljóðön – ELEKTRA ENSEMBLE Sunnudaginn 21. nóvember kl. 20 Sunnudaginn 21. nóvember kl. 20 fara fram tónleikar Elekt...

   Þorsteinn Eggertsson

   Þorsteinn Eggertsson

   Þorsteinn Eggertsson (f. 25. febrúar 1942) er myndlistarmaður, söngvari og textahöfundur. Merk ártöl í lífi Þorte...
   Rölt í Reykjavik

   Rölt í Reykjavík

   Rölt í Reykjavík

   Kvöldganga 18. júlí kl. 20  „Rölt í Reykjavík“ er yfirskrift kvöldgöngu sem Borgasögusafn stendur fyrir fimmtudaginn 18...

   ÖRTÓNLEIKAR Á KAFFI GAUK

   ÖRTÓNLEIKAR Á KAFFI GAUK

   Í tilefni af Hátíð franskrar tungu á Alþjóðadegi frönskunnar sem Alliance Française í Reykjavík skipuleggur ...