Bergþór Pálsson

Bergþór Pálsson

Hádegistónleikar í Hafnarborg – Bergþór Pálsson
Þriðjudaginn 5. mars kl. 12

Þriðjudaginn 5. mars kl. 12 mun Bergþór Pálsson, barítón, koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg, ásamt Antoníu Hevesi. Á tónleikunum flytur Bergþór aríur eftir Gounot, Massanet og Bizet.

Bergþór Pálsson lauk B.M. og mastersnámi frá Indiana University í Bloomington, auk leiklistarnáms frá Drama Studio London. Hann hefur átt fjölbreyttan feril, allt frá því að frumflytja mörg verk eftir íslensk tónskáld, taka þátt í óperum, óperettum, söngleikjum og leikritum, syngja einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og í kórverkum, kynna tónlist í skólum landsins, halda tónleika með söngvurum úr ólíkum geirum tónlistar, koma fram á skemmtunum af ýmsu tagi, til þess að halda fyrirlestra um margvísleg málefni.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg og hefur hún valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins. Hádegistónleikar eru á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.

Related Articles

  Folk Music Center

  Folk Music Center

  The Folk Music Centre brings Icelandic folk music to life. People from all over Iceland can be seen singing folk songs, ...

  Vestnorræni dagurinn 2021

  Vestnorræni dagurinn 2021

  Vestnorræna deginum verður fagnað í Norræna húsinu í ár með fjölbreyttri dagskrá fimmtudaginn 23. september. Markmið dag...

  Hallgerður Hallgrímsdóttir

  Hallgerður Hallgrímsdóttir

  Sýningaropnun - Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun – III. hluti Laugardagur 22. janúar kl. 12-17 Laugardaginn 22. jan...

  Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir

  Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir

  Niviaq Korneliussen og Auður Ava Ólafsdóttir munu ræða saman um höfundarverk sín og varpa ljósi á sameiginleg áhug...


iframe code

NEARBY SERVICES

 • Best of Iceland

  Best of Iceland